- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur er sterklega orðaður við Montpellier

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -


Hornamaðurinn Dagur Gautason er sterklega orðaður við franska stórliðið Montpellier, eftir því fram kemur á síðu rthandball á Instagram. Þar kemur fram að Dagur fari í læknisskoðun hjá Montpellier á morgun og verði væntanlega fljótlega kynntur til sögunnar hjá félaginu.

Uppfært: Dagur staðfesti við handbolta.is í morgun að hann fari í læknisskoðun hjá Montpellier í fyrramálið, miðvikudag.


Dagur hefur undanfarin hálft annað ár leikið með ØIF Arendal og gert það gott, m.a. margsinnis verið valinn í lið mánaðarins í norsku úrvalsdeildinni.

Dagur er 24 ára gamall vinstri hornamaður lék með KA hér á landi en var einnig um tveggja ára skeið með Stjörnunni.

Ekki liggur fyrir hvort Dagur gengur nú þegar til liðsins eða í sumar en ef marka má að hann sé á leiðinni í læknisskoðun hjá franska liðinu á morgun má telja víst að ekki verði beðið fram á sumar að Dagur klæðist keppnistreyju Montpellier.

Svíinn sleit hásin

Á vefnum Akureyri.net kemur fram að Svíinn Lucas Pallas, sem er vinstri hornamaður Montpellier, hafi slitið hásin þegar hann var á skokki heima í Svíþjóð nokkrum dögum eftir að hann lauk keppni með sænska landsliðinu á HM. Þess vegna hafi forráðamenn leitað logandi ljósi að vinstri hornamanni í stað Pellas. Dagur hafi rekið á fjörurnar. Pellas leikur ekki fleiri leiki með Montpellier á keppnistímabilinu segir á vef Aftonbladet.

Fyrsti leikur á laugardag?

Ennfremur segir á vef Akureyri.net, og vitnað í vef dagblaðsins Midi Libre í Montpellier, að samkomulag sé í höfn um vistaskipti Dags til Montpellier. Aðeins sé beðið staðfestingar franska handknattleikssambandsins. Vonir standi til að Dagur verði orðinn löglegur fyrir bikarleik Montpellier við grannliðið PAUC Aix heimavelli á laugardaginn.

Þriðji Íslendingurinn

Tveir Íslendingar hafa leikið með Montpellier, annarssvegar Geir Sveinsson frá 1995 til 1997 og hinsvegar Ólafur Andrés Guðmundsson leiktíðina 2021 til 2022.

Montpellier vann Meistaradeild Evrópu 2018 og er eitt af þremur stóru handboltaliðunum í Frakklandi ásamt PSG og Nantes. Lið Montpellier situr í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar þremur stigum á eftir PSG og Nantes þegar helmingur leikja deildarkeppninnar er að baki.

Fréttin hefur verið uppfærð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -