- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur er úrvalsmaður þriðja mánuðinn í röð

Dagur Gautason leikmaður ÖIF Arendal. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Akureyringurinn eldfljóti, Dagur Gautason, gerir það ekki endasleppt í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann er þriðja mánuðinn í röð í úrvalsliði deildarinnar. Tilkynnt var um valið á liði nóvembermánaðar á dögunum. Val úrvalsliðsins er á vegum deildarkeppninnar og er farið eftir einkunnum sem leikmenn fá vegna frammistöðu sína í hverjum leik.


Dagur, sem leikur í vinstra horni, er sá eini sem valinn hefur verið þrisvar sinnum í úrvalsliðið deildarinnar á leiktíðinni.

Á meðal markahæstu

Dagur gekk til liðs við ØIF Arendal í suður Noregi frá KA í sumar og hefur svo sannarlega látið til sín taka með liðinu sem er í þriðja sæti eftir 13 umferðir með 19 stig, tveimur stigum á eftir Kolstad. Hann er í 8. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn úrvalsdeldarinnar með 64 mörk, 4,9 að jafnaði í leik, og er markahæstur vinstri hornamanna deildarinnar. Dagur er ekki fyrsta vítaskytta ØIF Arendal.

Líkt við Herrem

Í umsögn á vefsíðu deildarinnar, topphandball.no, segir að Dagur sé svar karla við Camillu Herrem landsliðskonu sem þekkt er fyrir að vera eldfljót í hraðaupphlaupum, útsjónarsöm að vinna boltann í vörninni auk þess að vera afbragðs vinstri hornamaður.

Dagur skoraði 19 mörk í leikjunum í nóvember og nýtti 76% af markskotum sínum til að skora.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -