Eins og Dagur Sigurðsson var vonsvikinn yfir leik króatíska landsliðsins í sigrinum á Norður Makedóníu á þriðjudagskvöld þá hlýtur hann að vera ánægðari eftir leik kvöldsins. Króata unnu þá átta marka sigur á Slóvenum, 33:25, í Zagreb Arena í vináttuleik í handknattleik karla.
Slóvenar verða mótherjar íslenska landsliðsins í riðlakeppni HM sem hefst á þriðjudaginn.
Króatar verða væntanlega einnig andstæðingur Íslands í milliriðlakeppninni.
Króatar byrjuðu af miklum krafti í Zagreb Arena í kvöld og hreinlega keyrðu yfir slóvenska liðið sem þótt leika vel í vikunni gegn Katar. Lítið fór fyrir þeim tilþrifum lengi vel í kvöld. Króatar voru með 10 marka forskot eftir 20 mínútur, 15:5. Í hálfleik var staðan, 16:9.
Króatar léku áfram afar öflugan sóknarleik í síðari hálfleik. Þótt aðeins slaknaði á varnarleiknum þá var forskoti áfram drjúgt.
Áfram var haldið við að leika vináttuleiki í dag og í kvöld víðsvegar um Evrópu. Einnig var leikið í forkeppni EM karla 2028 í Varna í Búlgaríu í dag.
Úrslit dagsins:
Austurríki – Japan 27:28 (15:14).
Danmörk – Barein 39:20 (18:9).
Ungverjaland – Serbía 28:23 (15:8).
Rúmenía – Egyptaland 30:33 (14:21).
Spánn – Slóvakía 34:30 (14:13).
Króatía – Slóvenía 33:25 (16:9).
Pólland – Túnis 33:24 (19:12).
Frakkland – Portúgal 44:38 (23:14).
Forkeppni EM karla 2028, 1. umferð:
Bretland – Malta 37:14 (18:7).
Kýpur – Búlgaría 22:21 (9:11).
– Leikið er í Varna í Búlgaríu. Allir leika við alla. Eitt lið áfram á næsta stig forkeppninnar.