- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Freyr fór á kostum – Annar sigur Hauka í röð

Sveinn Andri Sveinsson leikmaður Selfoss freistar þess að skora hjá Daníel Frey Andréssyni markverði FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Engin breyting varð á stöðu tveggja neðstu liða Olísdeildar karla, Víkings og Selfoss, í kvöld eftir að þau mættu Haukum og FH í síðustu tveimur viðureignum 15. umferðar. Víkingar töpuðu í heimsókn á Ásvelli, 28:22, og Selfoss beið lægri hlut fyrir efsta liði deildarinnar, FH, 26:21, í Sethöllinni á Selfossi. Daníel Freyr Andrésson markvörður FH átti stórleik og reyndist leikmönnum Selfoss einstaklega óþægur ljár í þúfu.

FH hefur þar með á ný þriggja stiga forskot í efsta sæti Olídeildar, alls 27, meðan Valsmenn hafa 24. Sem fyrr segir var Daníel Freyr frábær í marki FH-inga í Sethöllinni. Selfossliðinu tókst að halda í við FH-inga í fyrra hálfleik en aðeins voru skoruð 17 mörk í hálfleiknum. Vilius Rasimas fór á kostum í marki Selfoss í fyrri hálfleik en missti dampinn í þeim síðari þegar sóknarmönnum FH óx ásmegin.

Annar sigurinn í röð

Haukar náðu að vinna annan leik sinn í röð eftir að keppni hófst aftur í deildinni í upphafi þessa mánaðar. Þeir þurftu ekki stórleik til þess að vinna Víkinga sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum þótt varnarleikurinn hafi verið góður. Þá skilaði hann ekki stigum að þessu sinni.

Haukar eru komnir með 16 stig og eru aðeins einu stigi á eftir Fram sem tapað hefur tveimur síðustu viðureignum sínum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Haukar – Víkingur 28:22 (16:10).
Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 9, Geir Guðmundsson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4/2, Össur Haraldsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9, 32,1% – Magnús Gunnar Karlsson 3/2, 66,7%.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 6, Gunnar Valdimar Johnsen 4/2, Brynjar Jökull Guðmundsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3/3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Styrmir Sigurðarson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 7/1, 21,2% – Heiðar Snær Tómasson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Selfoss – FH 21:26 (7:10).
Mörk Selfoss: Gunnar Kári Bragason 5, Tryggvi Sigurberg Traustason 4/3, Richard Sæþór Sigurðsson 3/2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Einar Sverrisson 1, Sæþór Atlason 1, Hannes Höskuldsson 1, Alvaro Mallols Fernandez 1, Sveinn Andri Sveinsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 12, 40% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, 42,9%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8/4, Jóhannes Berg Andrason 7, Símon Michael Guðjónsson 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Birgir Már Birgisson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17/1, 45,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -