- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Þór og Rúnar léku vel – vonin lifir

Rúnar Kárson í skotstöðu og Daníel Þór Ingason fylgist með. Úr leik Ribe-Esbjerg og Skjern fyrr á leiktíðinni. Elvar Örn Jónsson til varnar. Mynd/Ribe-Esbjerg HH A/S
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg á enn von um að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir öruggan sigur á Fredericia, 37:30, í viðureign liðanna í Fredericia kvöld.


Rúnar Kárason lék vel, eins og svo oft áður á leiktímabilinu, fyrir Ribe-Esbjerg að þessu sinni. Hann skorað 5 mörk í 10 skotum og átti 3 stoðsendingar.

Það sem vekur hinsvegar enn meiri athygli er að Daníel Þór Ingason, sem hefur fengið fá tækifæri í sóknarleik Ribe-Esbjerg á leiktíðinni þakkaði svo sannarlega fyrir tækifærið sem hann fékk í kvöld, og skorað 5 mörk úr 6 skotum auk þess að eiga 4 stoðsendingar. Daníel Þór átti einnig framúrskarandi leik í vörninni.


Ribe-Esbjerg var með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:15, og var með yfirhöndina í leiknum nánast frá upphafi til enda.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni – leiknar verða 22 umferðir:
GOG 34(19), Aalborg 31(20), Bjerringbro/Silkeborg 27(19), Holstebro 26(20), SönderjyskE 23(20), Skanderborg 22(20), Skjern 21(19), Kolding 19(20) – Fredericia 18(20), Ribe-Esbjerg 17(21), Aarhus 16(20), Mors-Thy 15(20), Ringsted 5(20), Lemvig 4(20).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -