- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir og Þjóðverjar bestir á sólgylltum ströndum Varna

Kampakát sigurlið Danmerkur og Þýskalands á EM í strandhandknattleik. Mynd/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Landslið Danmerkur og Þýskalands urðu um helgina Evrópumeistarar í strandhandknattleik en keppni hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið á sólgylltum ströndum borgarinnar Varna við Svarthafsströnd Búlgaríu.


Danir, sem voru ríkjandi meistarar í karlaflokki, unnu Króata í úrslitaleik í tveimur settum, 25:20 og 28:22. Rússland lagði Spánverja í afar jöfnum leik um bronsið, 24:23, 14:16 og 7:6, í úrslitahrinu sem lokið var með vítakeppni. Þetta voru áttundu verðlaun Rússa í strandhandbolta karla á Evrópumóti og þeirra fyrstu bronsverðlaun.


Þýskaland varð Evrópumeistari í kvennaflokki í fyrsta sinn í 15 ár á sandvöllum stranda Varna í gær að viðstöddum metfjölda áhorfenda eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Evrópu. Þýska liðið vann Danmörku í tveimur settum, 24:21 og 25:20. Spánn lagði Noreg í leiknum um bronsið, 21:18 og 23:22.


Landslið frá 17 þjóðum tóku þátt í keppninni í kvennaflokki og í karlaflokki reyndu 18 lið með sér. Íslendingar hafa ekki sent lið til þátttöku á mótið fram til þessa. Íþróttin nýtur sívaxandi vinsælda meðal ungmenna í Evrópu og stendur keppni á mótum víða í álfunni á góðviðrisdögum.

Hér fyrir neðan er myndskeið með samantekt frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki þar sem glæsileg tilþrif sáust.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -