- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir, Slóvenar og Svíar eiga tvö stig í pokahorninu

Mathias Gidsel fór á kostum með danska landsliðinu í München í kvöld og skoraði 11 mörk. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danmörk, Slóvenía og Svíþjóð hefja keppni í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handknattleik karla á miðvikudaginn með tvö stig hvert. Holland, Portúgal og Noregur verða án stiga. Slóvenía vann Noreg í háspennuleik í Berlin, 28:27. Aleks Vlah skoraði sigurmarkið 53 sekúndum fyrir leikslok. Slóvenar voru þá manni fleiri. Norðmenn voru með boltann síðustu 50 sekúndurnar en tókst ekki að koma nothæfu skoti á mark Slóvena.

(Leikjdagskrá milliriðils tvö er að finna neðst í fréttinni)

Vlah skoraði sjö mörk fyrir Slóvena og gaf sex stoðsendingar. Sander Sagosen skoraði sex mörk fyrir norska landsliðið og gaf fimm stoðsendingar.

Evrópumeistarar Svíþjóðar björguðu sér fyrir horn gegn Hollendingum. Þeim tókst að skora tvö síðustu mörk leiksins og vinna með eins marks mun, 29:28, eftir að hafa átt síst meira í leiknum. Andreas Palicka markvörður Svía reið baggamuninn. Hann varði þrjú mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum og lauk leiknum með 38% hlutfallsmarkvörslu.

Hollendingurinn Luc Steins reynir að snúa á Svíann Eric Johansson. Mynd/EPA

Luc Steins skoraði sex mörk fyrir Hollendinga en Hampus Wanne and Felix Claar skoruðu fimm sinnum hvor við sænska landsliðið.

Þrefaldir heimsmeistarar Dana líta afar vel út. Þeir tóku Portúgala til bæna í síðari hálfleik í Ólympíuhöllinni í München, 37:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Mathias Gidsel skoraði 11 mörk fyrir Dani. Niklas Landin varði 18 skot í marki Dana, 43%. Martim Costa var atkvæðamestur í portúgalska liðinu með níu mörk.

Milliriðill 2 (Hamborg)

17. janúar:
14.30 Noregur – Portúgal.
17.00 Danmörk – Holland.
19.30 Slóvenía – Svíþjóð.

19. janúar:
14.30 Slóvenía – Portúgal.
17.00 Noregur – Holland.
19.30 Danmörk – Svíþjóð.

21. janúar:
14.30 Slóvenía – Holland.
17.00 Svíþjóð – Portúgal.
19.30 Noregur – Danmörk.

23. janúar:
14.30 Holland – Portúgal.
17.00 Slóvenía – Danmörk.
19.30 Noregur – Svíþjóð.

(Staðfestir leiktímar).

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -