- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir sluppu með skrekkinn gegn Króötum

Króatinn Josip Sarac stöðvaður af Henrik Møllegard og Magnus Saugstrup. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir og Króatar skildu jafnir, 32:32, í frábærum handboltaleik í Malmö í kvöld í lokaleik 1. umferðar fjórða milliriðils. Bæði lið fengu möguleika til þess að tryggja sér sigurinn á síðustu sekúndum leiksins. Daninn Emil Jakobsen greip ekki boltann í opnu færi í vinstra horni fimm sekúndum fyrir leikslok. Króatar brunuðu fram og Luka Cindric kastaði boltanum frá miðju og rétt yfir danska markið í þann mund sem Niklas Landin, markvörður, kom á harðaspretti af varamannabekknum.


Niðurstaðan var e.t.v. sanngjörn í þessum leik þar sem bæði lið sýndu sínar bestu hliðar. Þetta var fyrsti leikurinn í mótinu þar sem heimsmeistarar Dana fengu almennilega mótspyrnu. Þeir máttu svo sannarlega hafa sig alla við gegn baráttuglöðum Króötum sem sárlega vantaði bæði stigin til þess að eiga betri möguleika á sæti í undanúrslitum.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan


Að loknum fyrri hálfleik voru Króatar marki yfir, 16:15, eftir að hafa verið með frumkvæðið. Í síðari hálfleik má segja að lengst af hafi verið jafnt einnig. Danir voru þó sterkari á köflum en Króatar gáfust aldrei upp og létu a.m.k. 10.000 danska áhorfendur alls ekki slá sig út af laginu.


Danska liðið hefur fimm stig, er stigi á eftir Egyptum sem verða andstæðingar á mánudagskvöldið í lokaumferðinni. Danir leika við Bandaríkin á sunnudaginn og ættu að eiga sigurinn nokkuð vísan. Egyptarnir hafa verið mjög góðir á mótinu til þessa og eru til alls vísir. Króatar eru með þrjú stig og eiga eftir að leika við Barein og Belgíu.

Egyptar unnu öruggan sigur á Belgum í kvöld, 33:28, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 22:15.


Tvö efstu lið þessa riðils mæta tveimur efstu liðum úr riðli Íslands í átta liða úrslitum mótsins á miðvikudaginn.


Mörk Danmerkur: Simon Pytlick 9, Mikkel Hansen 8, Mathias Gidsel 4, Johan Hansen 4, Emil Jakobsen 3, Lukas Jørgensen 2, Magnus Landin 1, Magnus Saugstrup 1.
Mörk Króatíu: Marin Sipic 9, Filip Glavas 8, Luka Cindric 5, Ivan Martinovic 4, Igor Karacic 3, Josip Sarac 2, Marin Jelinic 1.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -