- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik leikur við Noreg um 5. sætið á Evrópumeistaramótinu á föstudaginn. Danir töpuðu fyrir Frökkum, 30:29, eftir að hafa spila rassinn úr buxunum síðustu 10 mínúturnar gegn Frökkum í lokaleik milliriðilsins í kvöld.
Danska liðið var fimm mörkum yfir, 27:22, og virtist hafa öll ráð í hendi sér þegar 14 mínútur voru til leiksloka.
Frakkar vinna þar með riðilinn og leika við Svía í undanúrslitum á föstudaginn en Danmörk og ríkandi Evrópumeistarar Spánar mætast í hinni viðureigninni.
Áður en að undanúrslitaleikjunum kemur á föstudaginn mætast Ísland og Noregur í leiknum um 5. sæti mótsins. Fimmta sætið veitir jafnframt keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Svíþjóð og í Pólland að ári liðnu.
Leikur Íslands og Noregs um 5. sætið hefst klukkan 14.30.
- Auglýsing -