- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Darri er kominn á fulla ferð hjá US Ivry

Darri Aronsson er kominn inn á beinu brautina og leikur senn fyrsta leikinn með US Ivry. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn úr Haukum, Darri Aronsson, er byrjaður að æfa af fullum krafti með franska efstu deildarliðinu US Ivry. Vonir standa til þess að hann leiki sinn fyrsta leik í næstu viku, gangi áfram allt að óskum.


Darri gekk til liðs við nýliða frönsku 1. deildarinnar í sumar en var svo óheppinn að ristarbrotna skömmu fyrir brottför til Parísar í júlí. Á ýmsu gekk vikum og mánuðum saman þangað til að loksins ákveðið var að negla ristina saman upp úr miðjum nóvember. Eftir það hefur allt gengið samkvæmt áætlun og nú er Darri kominn á fullt á æfingum með nýjum samherjum sínum.

Varla með á móti Viktori

„Ég byrjaði á fullu að æfa handbolta í þessari vikur og hefur gengið mjög vel,“ sagði Darri þegar handbolti.is heyrði í honum fyrr í dag. Darri sagðist síður eiga von á að vera í liðinu sem mætir Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í Nantes á sunnudaginn. En vonandi í næsta leik á eftir.

Dinart hefur stokkað upp spilin

Didier Dinart, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Frakka, tók við þjálfun US Ivry í upphafi ársins. Darri segir að Dinart hafi stokkað upp spilin á síðustu vikum.

„Dinart krefst mikillar fagmennsku og er óhræddur að láta menn heyra það. Hann er flottur, er með mikið passion fyrir þessu,“ sagði Darri og bætti við. „Dinart hefur breytt vörninni hjá okkur og einnig lagað sóknarleikinn. Hann er mjög hrifinn af spænskri 6/0 vörn og sóknarleik með miklu flæði og árásum maður gegn manni,“ sagði Hafnfirðingurinn sem iðar í skinninu eftir að komast út á völlinn aftur og láta að sér kveða. Skal engan undra.


US Ivry veitir ekki af öflugum liðsstyrk vegna þess að það er í næst neðsta sæti með átta stig þegar 13 umferðir af 30 eru eftir af deildarkeppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -