Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður og fyrirliði BSV Sachsen Zwickau byrjar keppnistímabilið af krafti. Hún er í liði annarrar umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik hjá vikuritinu Handballwoche. Díana Dögg var einu sinni í liði umferðinnar á síðasta keppnistímabili.
Valið undirstrikar góða frammistöðu hennar í tapleik liðsins á útivelli gegn Bad Wildungen á síðasta laugardaginn, 29:28. Raunar er annar leikmaður BSV Sachsen Zwickau einnig í liði umferðarinnar en einn frá Bad Wildungen.
Díana Dögg skoraði fimm mörk, gaf fjórar stoðsendingar, skapaði eitt færi og vann þrjú vítaköst og stal boltanumm fjórum sinnum í leiknum sem var hennar fyrsti á keppnistímabilinu. Meiðsli komu í veg fyrir þátttöku Eyjakonunnar í leik BSV Sachsen Zwickau.
Í 3. umferð á laugardaginn taka Díana Dögg og samherjar á móti leikmönnum Blomberg-Lippe sem hefur unnið einn leik og tapað öðrum fram til þessa.
handbolti.is nýtur ekki opinbers rekstrarstuðnings.
- Auglýsing -