- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Díana Dögg skoraði fjórðung markanna gegn toppliðinu

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Zachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk, fjórðung marka BSV Sachsen Zwickau, þegar liðið tapað á útivelli fyrir hinu afar sterka liði Bietigheim, 35:20, í áttundu umferð þýsku 1. deildarinnar í kvöld. Zwickau-liðið átti aldrei möguleika í leiknum og var átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:9.


„Varnarleikurinn var öflugur hjá mér. Ég gat gengið þokkalega stolt frá leiknum en hefði vilja gera betur í fyrri hálfleik,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is fyrir stundu.

Auk markanna fimm átti Díana Dögg fjórar stoðsendingar, skapaði eitt færi og stal boltanum í þrígang af liðsmönnum Bietigheim sem eru í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir leikina átta.


Næsti leikur BSV Sachsen Zwickau verður 29. desember. Framundan er hlé á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramóts kvenna sem stendur fyrir dyrum um næstu mánaðarmót á Spáni.

Díana Dögg verður væntanlega í íslenska landsliðinu sem kemur saman síðla í þessu mánuði til æfinga og síðar þátttöku á fjögurra liða móti í Tékklandi.


Dortmund vann Metzingen, 28:20, í hinni viðureign kvöldsins í þýsku 1. deildinni.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -