- Auglýsing -
- Auglýsing -

Döhler fór á kostum – HF Karlskrona í 16-liða úrslit

Phil Döhler fyrrverand markvörður FH er byrjaður að stimpla sig inn í sænska handboltanum. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, var besti leikmaður HF Karlskrona í kvöld þegar liðið vann Vinslöv HK á útivelli í annarri umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik karla, 29:26. Með sigrinum tryggði HF Karlskrona sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.


Bikarkeppnin er leikin í átta fjögurra liða riðlum hefur HF Karlskrona nú unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum sem dugir til þess að ná annað af tveimur efstu sætum riðilsins.

Ekki liggur fyrir hversu mörg skot Döhler varði en á heimasíðu HF Karlskrona segir að hann hafi verið fremstur á meðal jafningja að þessu sinni.

Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði fimm mörk og Þorgils Jón Svölu Baldursson eitt mark. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki mark að þessu sinni. Allir eru þeir liðsmenn HF Karlskrona eins og Döhler.

Vinslöv HK var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -