- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donna héldu engin bönd

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í skotstöðu í leik með PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, fór hamförum í kvöld og skoraði 10 mörk í öruggum sex marka sigri PAUC í heimsókn til Créteil, 29:23, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Þar með færðist PAUC upp í annað sæti deildarinnar. Liðið hefur 11 stig að loknum sjö leikjum og er stigi á eftir PSG sem á leik til góða.


Donna héldu engin bönd í leiknum. Hann þurfti 16 skot til að skora mörkin tíu en þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar tug marka í leik í frönsku 1. deildinni. Ekkert markanna skoraði Donni úr vítaköstum. Einnig átti hann fimm stoðsendingar, skapaði tvö markatækifæri og tapaði boltanum tvisvar.

PAUC var sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10.

Tap hjá Elvari

Nýliðar Nancy, sem Elvar Ásgeirsson leikur með, töpuðu með níu mörkum fyrir Nantes, 37:28, í Nantes. Elvar skoraði tvö mörk í sex skotum, þar af á meðal brást honum bogalistin í vítakasti.

Nantes var með öruggt forskot frá upphafi til enda, m.a. var sjö marka munur að loknum fyrri hálfleik, 20:13.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -