- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni og Viktor Gísli komnir í riðlakeppnina

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd /PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC-Aix komust í kvöld riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu stórsigur á ÖIF Arendal frá Noregi, 40:22, í síðari leik liðanna í Frakklandi.


Jafntefli varð í fyrri viðureigninni, 27:27. Donni var markahæstur hjá PAUC í leiknum ásamt tveimur félögum sínum. Hver þeirra skoraði sex mörk.
Eins eru Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG öruggir um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en þeir voru einnig með í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. GOG gerði jafntefli við Mors-Thy, dönsku bikarmeistarana, 27:27, á Jótlandi í dag. GOG vann fyrri leikinn á heimavelli fyrir viku með sex marka mun, 30:24.


Viktor Gísli stóð í mark GOG hluta leiksins og varði fjögur skot, 24% hlutfallsmarkvarsla.


Rhein-Neckar Löwen, sem Ýmir Örn Gíslason leikur með, er úr leik í keppninni eftir tap fyrir Benfica, 33:28, í Lissabon í kvöld. Jafntefli varð í fyrri leiknum, 31:31. Ýmir Örn skoraði ekki mark í leiknum.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten frá Sviss komust áfram í riðlakeppnina með öruggum sigri, 32:27, á Granolles í kvöld en liðin mættust á Spáni. Kadetten vann einnig fyrri leikinn, 36:33. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -