- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni skaut lið Créteil á kaf

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, flytur e.t.v. til Jótlands í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld og skoraði níu mörk þegar PAUC vann Créteil, 37:35, í hörkuleik í Aix-en-Provence, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Donni var markahæsti leikmaður vallarins. Honum héldu engin bönd og var sem gamli góði Donni væri aftur mættur út á völlinn eftir veikindi. Alltént réðu leikmenn Créteil ekkert við Grafarvogsbúann sem geigaði aðeins á þremur skotum.


Créteil var tveimur mörkum yfir í síðari hálfleik en náði ekki að halda sama dampi í síðari hálfleik. PAUC rauk upp í sjöunda sæti deildarinnar með þessu sigri. Liðið hefur 22 stig þegar 24 af 30 leikjum er lokið.


Grétar Ari Guðjónsson varði sjö skot, 23%, þann tíma sem hann stóð á milli stanganna í marki Sélestat í tapi í heimsókn til efsta liðs deildarinnar, Montpellier, 34:25. Sélestat er á hinum enda töflunnar, í neðsta sæti með níu stig. Montpellier hefur 33 stigum meira í efsta sæti.


Ivry, liðið sem Darri Aronsson er samningsbundinn, tapaði á heimavelli fyrir Limoges, 32:28. Eins og margoft hefur komið fram þá er Darri fjarverandi vegna meiðsla. Ivry er í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 13 stig. Margt bendir þó til þess að liðið geti haldið sæti sínu. Tvö neðstu liðin falla úr deildinni í vor. Ivry og Sélestat komu upp úr 2. deild vorið 2022

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -