- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dramatík í Kaplakrika – Sigurmark á síðustu sekúndu

Símon Michael Guðjónsson að skoraði sigurmark FH í Kaplakrika í kvöld, 27:26, á síðustu sekúndu.
- Auglýsing -

FH vann dramatískan sigur á Aftureldingu í háspennuleik í Kaplakrika í kvöld, 27:26, og tók þar með yfirhöndina í einvíginu, 2:1, í leikjum talið. Símon Michael Guðjónsson skoraði sigurmarkið á allra síðustu sekúndu. Aðeins fimm sekúndum áður leit út fyrir að Jakob Aronsson hefði tryggt Aftureldingu framlengingu þegar hann jafnaði metin, 26:26, af línu. Sú varð aldeilis ekki raunin.

Fjórða viðureign liðanna verður að Varmá á miðvikudaginn og hefst klukkan 19.40. Ef FH vinnur leikinn tryggir liðið sér Íslandsmeistaratitilinn. Ef ekki kemur til oddaleiks eftir viku.

Afturelding var sterkari í fyrri hálfleik og hafði þriggja marka forskot að honum loknum, 15:12. FH-ingar voru snöggir að jafna og komast yfir í síðari hálfleik. Afturelding skoraði ekki fyrsta mark sitt í hálfleiknum fyrr en eftir rúmar áttar mínútur.

(Syrpa fjögurra mynda af 12. marki FH í kvöld – samvinna Arons Pálmarssonar og Jón Bjarna Ólafssonar).

Eftir að Mosfellingar komust á bragðið var leikurinn í járnum allt þar til skammt var til leiksloka og Afturelding komst tveimur mörkum yfir, 24:22, sex mínútum fyrir leikslok. FH-ingar með Aron Pálmarsson í aðalhlutverki sýndu seiglu og útsjónarsemi á síðustu mínútum meðan Aftureldingarmenn spiluðu illa úr sínu og brást m.a. bogalistin í tveimur vítaköstum.

Lokakaflinn var síðan ótrúlega magnaður með þremur mörkum á síðustu 30 sekúndunum í stórkostlegri stemningu í Kaplakrika.
Það er ástæða til þess að hlakka til miðvikudagsins.

Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 6, Aron Pálmarsson 5/1, Símon Michael Guðjónsson 5/1, Jón Bjarni Ólafsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9/1, 25,7%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Ihor Kopyshynskyi 4, Birkir Benediktsson 3, Birgir Steinn Jónsson 3, Jakob Aronsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 15/2, 35,7%.

Því miður er ekki hægt að vísa í tölfræði HBStatz.

Handbolti.is var í Kaplakrika og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -