- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dramatískt jafntefli hjá andstæðingum Íslendinga

Hugo Bryan Monta da Silva leikmaður brasilíska landsliðsins fagnar marki í leiknum við Portúgal í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Brasilíumenn kræktu í stig í dramatískum leik við Portúgal í milliriðli tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Gautaborg fyrir stundu, 28:28. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmarkið úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti og kórónaði stórleik sinn.


Portúgalinn Alexis Borges var sagður hafa hindrað að Brasilíumenn gætu tekið aukakast í lokin. Hann fékk þar af leiðandi rautt spjald og brasilíska liðið vítakast. Áður en að þessu kom hafði portúgalska liðið fagnað sigri.

Systurnar spilltu gleðinni

Frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura höfðu hinsvegar ekki sagt sitt síðasta orð. Þær fór að skjánum á meðan leikmenn portúgalska landsliðsins fögnuðu sigri. Frakkarnir bundu snöggan enda á fögnuðinn eftir að hafa litið á upptöku af síðustu sekúndum leiksins.


Þar með fengu liðin eitt stig hvort og hafa þrjú stig í riðlinum. Íslenska landsliðið getur komist upp fyrir Portúgal og Brasilíu með sigri á Grænhöfðaeyjum í leik sem hefst klukkan 17.


Portúgalska liðið var marki yfir í hálfleik, 12:11. Brasilíumenn voru síst lakari í síðari hálfleik og hefðu með smá heppni getað hirt bæði stigin. Brasilíski markvörðurinn Leonardo Tercariol fór á kostum í síðari hálfleik.

Mörk Portúgals: Antonio Areia 7, Pedro Portela 4, Rui Silva 4, Andre Gomes 4, Miguel Martins 2, Alexis Borges 2, Francisco Costa 2, Victor Iturriza 1, Fabio Magalhaes 1, Leonel Fernandes 1.
Mörk Brasilíu: Jean Pierre Dupoix 9, Joao Pedro Silva 4, Hugo Bryan Monta Da Silva 3, Rogerio Moraes 3, Fabio Chiuffa 2, Rudolph Hackbarth 2, Gustavo Rodrigues 2, Thiagus Petrus 1, Thiago Ponciano 1.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -