- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dumoulin, Gomes, Tyrki og Grikki til Minden

Cyril Dumoulin er ánægður hjá Nantes. Mynd /EPA
- Auglýsing -
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn Cyril Dumoulin hefur skrifað undir nýjan samning við félag sitt, Nantes. Nýi samningurinn gildir fram á mitt árið 2022. 
Andre Gomes er að öllum líkindum á leið til THW Kiel. Mynd/EPA
  • Andre Gomes, einn af yngri kynslóð portúgalskra handknattleiksmanna sem vakið hafa mikla athygli síðustu ár þykir líklegur til að hlaupa í skarðið fyrir Nikola Bilyk hjá Þýskalandsmeisturum THW Kiel. Kieler Nachrichten telur sig hafa heimildir fyrir þessu. Bilyk sleitt krossband í lok ágúst og verður vart með á keppnistímabilinu. Gomes er 22 ára gamall en er þegar orðinn lykilmaður hjá Porto í heimalandi sínu. 
Sergei Kosorotov hefur yfirgefið Rússland í bili og flust til Póllands. Mynd/EPA
  • Hinn 21 árs gamli landsliðsmaður Rússa Sergei Kosorotov er nú orðinn liðsmaður Wisla Plock í Póllandi eftir að hafa leikið með Medvedi í heimalandi sínu um nokkurt skeið.
Austurríski landsliðsmarkvörðurinn Thomas Bauer ætlar að reyna fyrir sér hjá AEK í Aþenu. Mynd/EPA
  • Thomas Bauer landsliðsmarkvörður Austurríkis yfirgaf FC Porto í Portúgal í sumar og gekk til liðs við AEK í Aþenu. Hann skrifaði undir samning til eins árs.
  • Tyrkneskur landsliðsmaður, Doruk Pehlivan, hefur verið lánaður frá Kielce í Póllandi til þýska liðsins GWD Minden. Grikkinn Savvas Savvas gekk einnig til liðs við Minden á dögunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -