- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efnilegur Færeyingur semur við Hauka

Natasja Hammer t.h. ásamt Anniku Friðheim Petersen, fyrrverandi markverði Hauka og nú stöllu sinni í færeyska landsliðinu. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Færeyska handknattleikskonan Natasja Hammer, sem er af íslensku bergi brotin, hefur skrifað undir tveggja ára saming við Hauka. Natasja, sem er 18 ára gömul, er ein af efnilegastu handknattleikskonum Færeyja. Hún kemur til Hauka frá Kyndli í Þórshöfn.

Natasja Hammer nýr liðsmaður Hauka. Mynd/Haukar


Í tilkynningu frá Haukum segir að Natasja sé fjölhæfur leikmaður sem er mögulegt að leysa allar stöður fyrir utan ásamt því að vera góður varnarmaður.


Natasja hefur verið lykilleikmaður með öllum yngri landsliðum Færeyja og var nýlega í 22 leikmanna æfingahóp hjá A-landsliðinu í vor sem vann sér rétt í undankeppni EM.


Natasja er dóttir Finns Hanssonar sem hefur búið í Færeyjum um langt árabil og leikið þar handknattleik auk þess að þjálfa félagslið með góðum árangri. Finnur er nú aðstoðarþjálfari hjá Neistanum og A-landsliði kvenna.
Fyrir er hjá Haukum færeyski landsliðsmarkvörðurinn Annika Friðheim Petersen sem var einn besti markvörður Olísdeildar á nýliðnu keppnistímabili.


„Við horfðum á mikið af leikjum frá Færeyjum síðasta vor. Vorum að leita að markmanni, sem við fengum í Anniku. Sáum líka hæfileikana hjá Natasja í þessum leikjum og frábært að hún hafi ákveðið að taka næsta skref og koma til okkar. Ungur leikmaður með mikla tengingu við Ísland og verður gaman að sjá hana þróast og bæta sinn leik áfram í Haukatreyjunni,“ er haft eftir hinum þrautreynda þjálfara Haukaliðsins, Gunnari Gunnarssyni, í tilkynningu sem handknattleiksdeild Hauka sendi út vegna komu Natasja Hammer til félagsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -