Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára. Tryggvi er á sínu þriðja keppnistímabili með meistaraflokki Selfoss og hefur hans hlutverk stækkað með hverju árinu.
Á þessu keppnistímabili hefur Tryggvi verið einn af lykilmönnum í vörn Selfossliðsins og einnig hefur hann látið til sín taka í sókninni. Tryggvi hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands síðustu ár og hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum erlendis. Á dögunum var hann valinn í u-19 ára landsliðið fyrir æfingar í næsta mánuði.
„Það eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið að hafa Tryggva áfram innan okkar raða og er framtíðin svo sannarlega björt,“ segir í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Selfoss í dag.