- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir 11 sigurleiki tapaði Györ – barist um sæti í átta liða úrslitum

Franska handknattleikskonan Grace Zaadi Deuna og leikmaður CSM í Búkarest sækir að vörn Györ í leik liðanna á laugardaginn. Rúmensku meistararnir höfðu betur. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik eftir leiki helgarinnar þar sem hæst bar að ungverska meistaraliðið Györ tapað í fyrsta sinn á leiktíðinni eftir 11 sigurleiki í röð. Christina Negau og samherjar í rúmenska meistaraliðinu CSM hirtu bæði stigin í heimsókn til Györ. Ungverska liðið er engu að síður öruggt um efsta sætið í A-riðli og sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar sem tekur við að lokinni riðlakeppninni.

Meiri spenna ríkir um hvaða lið fylgir Györ í átta liða úrslit úr A-riðli. Danska liðið Odense Håndbold stendur best að vígi sem stendur en CSM hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta orð eins og úrslit síðasta leiks undirstrika. Franska liðið Brest Bretagne á einnig tölfræðilega möguleika á öðru sæti.

Buducnost og Sävehof hafa þegar misst af lestinni í útsláttarkeppnina. Sömu sögu er að segja af pólska meistaraliðinu Zaglebie Lubin sem ekki hefur krækt í stig á leiktíðinni, ekki fremur en sænsku meistararnir.

Þrjú lið keppa um tvö efstu sætinu í B-riðli. Metz lagði dönsku meistarana Esbjerg í gær á heimavelli, 36:31, og trónir á toppnum. Þetta var níundi sigur Metz í röð í Meistaradeildinni. Dönsku liðin Esbjerg og Ikast renna einnig hýru auga á annað sætið. Aðeins munar einu stigi á liðunum þegar tvær umferðir eru eftir.

Elizabeth Omoregie leikmaður CSM og Veronica Kristiansen leikmaður Györ er mættar til leiks á ný. Sú fyrrnefnda var meidd og missti af heimsmeistaramótinu en sú norska eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Mynd/EPA

Meistararnir í útsláttarkeppnina

Evrópumeistarar þriggja síðustu ára, Vipers Kristiansand, verða að sætta sig við að taka þátt í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið. Vipers er í fjórða sæti B-riðils og á ekki lengur möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum.

Hefur sótt í sig veðrið

Eftir hvert tapið á fætur öðru í fyrstu umferðum riðlakeppninnar hefur ungverska liðið FTC sótt í sig veðrið og stefnir ótrautt í útsláttarkeppnina. FTC vann mikilvægan sigur á Rapid Búkarest, 23:20, í Rúmeníu í gær. Munar nú þremur stigum á liðunum í sjötta og sjöunda sæti. Rapid, sem var spútniklið Meistaradeildar á síðasta vetri hefur fatast flugið í vetur.

Úrslit 12. umferðar Meistaradeildar

A-riðill:
Bietigheim – DVSC Schaeffler 27:31 (15:13).
Györ – CSM Búkarest 24:26 (9:15).
Krim Ljubljana – Ikast 28:34 (15:18).
Sävehof – Buducnost 23:27 (12:13).
Staðan:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:
Metz – Esbjerg 36:31 (20:17).
Rapid Búkarest – FTC (Ferencváros) 20:23 (11:16)
Vipers Kristiansand – Zaglebie Lubin 28:24 (15:10).
Odense – Brest Bretagne 29:29 (14:14).
Staðan:

Standings provided by Sofascore

Síðustu leikir í A-riðli:
Buducnost – Odense, 10. febrúar.
DVSC Schaeffler – Györ, 10. febrúar.
CSM Búkarest – Bietigheim, 11. febrúar.
Brest – Sävehof, 11. febrúar.

Bietigheim – Buducnost, 17. febrúar.
Györ – Brest, 17. febrúar.
Odense – CSM, 18. febrúar.
Sävehof – DVSC Schaeffler, 18. febrúar

Emilie Hegh Arntzen leikmaður rúmeska meistaraliðsins CSM fagnar sigrinum á ungverska stórliðinu Györ í Ungverjalandi á laugardaginn. Mynd/EPA

Síðustu leikir í B-riðli:
FTC – Vipers, 10. febrúar.
Zaglebie Lubin – Rapid, 10. febrúar.
Esbjeg – Krim, 10. febrúar.
Ikast – Metz, 11. febrúar.

Metz – FTC, 17. febrúar
Krim – Zaglebie Lubin, 17. febrúar.
Vipers – Ikast, 17. febrúar.
Rapid – Esbjerg, 18. febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -