- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir krappan dans fögnuðu Ómar og Gísli fimmta sigrinum

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

SC Magdeburg, sem Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með, gefur ekkert eftir í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Í dag vann liðið Leipzig á heimavelli í uppafsleik fimmtu umferðar deildarinnar með tveggja marka mun, 30:28. Magdeburg er það með áfram í efsta sæti deildarinnar með 10 stig og er eitt fjögurra taplausra liða deildarinnar en það eina sem lokið hefur fimm leikjum.


Ómar Ingi skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Einnig átti hann fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir átti eitt markskot og skoraði úr því auk þess sem hann átti eina stoðsendingu.


Magdeburg var sex mörk yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:11. Liðið lenti í kröppum dansi þegar leið nærri leikslokum. Harðskeyttir leikmenn Leipzig gáfu sinn hlut ekki eftir baráttulaust og komust þeir m.a. yfir, 27:25, þegar um sex mínútur voru til leiksloka. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir náðu að snúa við taflinu á lokamínútunum og hirða bæði stigin af miklu harðfylgi að viðstöddum 4.554 áhorfendum í GETEC Arena í Magdeburg.


Fjórir leikir hófust í deildinni klukkan 14 en einni viðureign var frestað. Leik Flensburg og Lemgo.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -