- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir minka og covid fær Frederikshavn annað tækifæri

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Frederikshavn og Herning verða leikstaðir í Danmörku á HM kvenna síðar á þessu ári. Danska handknattleikssambandið tilkynnti þetta í dag.

Til stóð að leika í Frederikshavn á EM kvenna í árslok 2020 en hætt var við á elleftu stundu vegna covidfaraldursins. Á þeim tíma var verið að drepa alla minka í Danmörku og loka búum. Mörg minkabú voru á norðurhluta Jótlands í nágrenni Frederikshavn. Óttuðust menn mjög að smit gætu borist frá búum í almenning á svæðinu. Það gæti sett mótið í uppnám. Síðar kom í ljós að allur þessi ótti reyndist út í bláinn.


Eftir að Danir fengu allt Evrópumótið 2020 í fangið 18 dögum fyrir fyrsta leik þegar Norðmenn gengu úr skaptinu var ákveðið að flytja hluta mótsins í Kolding og hinn hlutann í Herning. Norðmenn ætluðu á sínum tíma að vera gestgjafar EM ásamt Dönum.


Nú stendur til að gefa hafnarbænum á norður Jótlandi annað tækifæri til að hýsa leiki stórmóts í handknattleik kvenna enda er það að finna prýðilegt keppnishús.


Danir halda HM kvenna undir árslok í samvinnu við Norðmenn og Svía. Þar af leiðandi verður einnig leikið í Malmö, Gautaborg, Ósló og Þrándheimi.


HM kvenna hefst 30. nóvember og lýkur 17. desember. Norðmenn eiga titil að verja.


Íslenska landsliðið mætir ungverska landsliðinu tveimur umspilsleikjum í apríl þar sem bitist verður um keppnisrétt á HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -