- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir sextán leiki í röð án taps beið FH lægri hlut – úrslit, markaskor og staðan

Pavel Miskevich og Petar Jokanovic markverðir ÍBV voru öflugir gegn FH. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Eftir sextán leiki í röð án taps í Olísdeild karla í handknattleik, þar af fimmtán sigurleiki biðu FH-ingar lægri hlut í kvöld þegar þeir sóttu ÍBV heim, lokatölur, 32:28. FH var marki yfir í hálfleik, 17:16, en liðið náði sér lítt á flug í síðari hálfleik. FH-ingar eru engu að síður efstir í deildinni, eru þremur stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru óleiknar

Góð markvarsla

Eyjamenn léku afar vel í kvöld. Petar Jokanovic varð mjög vel, annað hver skot sem á mark hans kom og Pavel Miskevich varði þrjú vítaköst. Bræðurnir Arnór og Ívar Bessi Viðarsson léku ekki með ÍBV og virtist það ekki koma að sök að þessu sinni. Elmar Erlingsson lék afar vel.

Þorsteinn ekki með vegna meiðsla

ÍBV er í fjórða sæti Olísdeildar þremur stigum á eftir Aftureldingu sem vann Gróttu, 29:27, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Blær Hinriksson var ekki með Aftureldingu vegna meiðsla í hné sem hafa haldið honum frá keppni um tíma. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson var heldur ekki með Mosfellingum. Hann er meiddur á öxl og varð af þeim sökum að draga sig út úr landsliðshópnum á dögunum.

Grótta er áfram í níunda sæti með 13 stig, einu stigi á eftir KA sem á leik inni gegn Víkingi annað kvöld.

Fimmta tap HK í röð

HK-ingar eru áfram í basli í 11. sæti deildarinnar eftir fimmta tapið í röð í kvöld. Að þessu sinni unnu Framarar HK-inga í Kórnum 35:26. Sigur Framarar var sannfærandi. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12. Sem fyrr vantaði mikilvæga leikmenn í Framliðið vegna meiðsla þeirra.

HK mætir Víkingi í afar mikilvægum leik fyrir fyrir bæði lið á miðvikudagskvöld í Safamýri. Liðin sitja í 10. og 11. sæti.

Róður Selfossliðsins þyngist

Stjarnan náði að lyfta sér tveimur stigum frá Gróttu og upp í 7. sæti með því að leggja Selfoss, 24:19, í Mýrinni. Sigur Stjörnumanna var sanngjarn. Adam Thorstensen var í ham í markinu, ekki síst í síðari hálfleik, og var frammistaða hans e.t.v. megin munurinn á liðunum. Áfram syrtir í álinn hjá Selfossi í neðsta sæti Olísdeildaar.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

20. umferð miðvikudaginn 27. mars:
Afturelding - KA.
FH - Haukar.
Selfoss - ÍBV.
Fram - Stjarnan.
Víkingur - HK.
Valur - Grótta.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar.

ÍBV – FH 32:28 (16:17).
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 9/3, Daniel Esteves Vieira 7, Dagur Arnarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Gauti Gunnarsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Ísak Rafnsson 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Breki Þór Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 16/1, 50% – Pavel Miskevich 5/3, 31,3%.
Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4/2, Jóhannes Berg Andrason 4, Birgir Már Birgisson 3, Aron Pálmarsson 3, Einar Örn Sindrason 2/1, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1/1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 15/1, 32,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

HK – Fram 26:35 (12:18).
Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 7/2, Sigurður Jefferson Guarino 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Júlíus Flosason 3, Jón Karl Einarsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Kristján Pétur Barðason 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 11, 23,9%.
Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Bjartur Már Guðmundsson 6, Eiður Rafn Valsson 5, Ívar Logi Styrmisson 4, Marel Baldvinsson 4, Arnþór Sævarsson 2, Tindur Ingólfsson 2, Daníel Stefán Reynisson 1, Arnar Snær Magnússon 1, Theodór Sigurðsson 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 16, 40% – Breki Hrafn Árnason 3, 60%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Grótta – Afturelding 27:29 (12:12).
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 10/5, Jakob Ingi Stefánsson 5, Ágúst Ingi Óskarsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Hannes Grimm 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Antoine Óskar Pantano 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 28,9% – Shuhei Narayama 0.
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8/3, Ihor Kopyshynskyi 7, Bergvin Þór Gíslason 5, Birkir Benediktsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3/1, Jakob Aronsson 2.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 11/1, 40,7% – Jovan Kukobat 1, 8,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – Selfoss 24:19 (11:11).
Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7/7, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Þórður Tandri Ágústsson 3, Egill Magnússon 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Hergeir Grímsson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 16/1, 47,1% – Sigurður Dan Óskarsson 0.
Mörk Selfoss: Sveinn Andri Sveinsson 6, Sölvi Svavarsson 4, Einar Sverrisson 3/2, Hans Jörgen Ólafsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson, 9, 31% – Vilius Rasimas 3/2, 42,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -