- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir þrautargöngu sprakk Valsliðið út

Ásdís Þóra Ágústsdóttir handknattleikskona úr Val hefur verið lánuð til Selfoss. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Eftir fimm leiki í röð án sigurs þá kom að því að gæfuhjólið snerist á sveif með kvennaliði Vals í dag þegar það sótti Stjörnuna heim í TM-höllina og vann öruggan sigur, 30:23, eftir að hafa verið yfir, 15:13, að loknum fyrri hálfleik. Þungu fargi var létt af leikmönnum Vals og þjálfara í leikslok eftir sannfærandi sigur að loknum góðum leik liðsins.


Þetta var um leið þriðja tap Stjörnuliðsins sem virðist eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir, jafnt í vörn sem sókn. Segja má að fátt hafi gengið upp hjá Stjörnuliðinu sem er nú í fimmta til sjötta sæti með 10 stig ásamt Haukum. Valur er á hinn bóginn í þriðja til fjórða sæti ásamt ÍBV með 13 stig.


Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þar til undir lokin að Valsliðið stakk sér framúr og var með tveggja marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja, 15:13, eftir að fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti.

Valsliðið réði lögum og lofum í síðari hálfleik og var með þriggja til fjögurra marka forskot lengst af. Hvað eina sem Stjarnan reyndi að gera gekk fátt af því upp. M.a. var brugðið á það ráð að leika með sjö leikmenn í sókn. Það beit ekki á áköfu Valsliði. Stjarnan náði að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, þegar um sex mínútur voru eftir. Nær komst það ekki og Valur tryggði sér verðskuldaðan sigur.


Varnarleikur Vals var ágætur með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í aðalhlutverki ásamt Huldu Dís Þrastardóttur. Margrét Einarssdóttir stóð lengst af í markinu og varði vel. Lovísa Thompson var frábær í sóknarleiknum og skoraði 10 mörk og var Stjörnuvörninni stöðug ógn.
Anna Úrsúla meiddist á síðustu mínútum leiksins. Fékk talsvert högg á bakið við fall og var þjökuð. Ekki fengust upplýsingar um hver líðan hennar var.


Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 10, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Anna Karen Hansdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Katla Magnúsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1.
Varin skot: Heiðrún Dís Magnúsdóttir 5, 29,4% – Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 5, 22,7%.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 10, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Anna Úrsúla Magnúsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 38,9%, Saga Sif Gísladóttir 3, 20%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -