- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftirvænting og breytingar

Vonir standa til að hægt verði að taka upp þráðinn á Íslandsmótinu í handknattleik rétt fyrir miðjan nóvember. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í kvöld með tveimur leikjum þar sem Stjarnan tekur á móti FH annarsvegar í TM-höllinni klukkan 17.45 og hinsvegar mætast þrefaldir meistarar Fram og HK í Framhúsinu klukkan 18.30. Óhætt er að segja að eftirvænting ríki fyrir fyrstu leikjunum enda hafa orðið nokkrar breytingar á öllum liðunum fjórum.

Skarð er fyrir skildi í liði Fram frá síðustu leiktíð að landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru barnshafandi og leika þar af leiðandi ekki með liðinu næstu mánuði. Þá er Hafdís Renötudóttir, markvörður, frá keppni um þessar mundir. Hún er að jafna sig eftir að hafa hlotið höfuðhögg. Nýr leikmaður Fram, Karólína Bæhrenz Lárudóttir, lék ekki með liðinu á sunnudaginn í Meistarakeppni HSÍ. Ekki hefur fengist uppgefið hvort hún mætir til leiks í kvöld gegn HK. Karólína átti að koma í stað Þóreyjar.

Guðrún Erla Bjarndóttir, nýr leikmaður Fram. Ljósmynd/Fram

Guðrún Erla Bjarnadóttir kom til Fram-liðsins í sumar til að hlaupa í skarðið fyrir Karen. Eins hefur Fram-liðið fengið markvörðinn Ástrósu Önnu Bender til að vera Katrínu Ósk Magnúsdóttur til halds og trausts.

Meðal leikmanna sem komu til liðs við HK í sumar má nefna Heiðrúnu Berg Sverrisdóttiur, Ólöfu Ástu Arnþórsdóttur, Alexöndru Líf Gunnarsdóttur og Þóru Maríu Sigurjónsdóttur. Sú síðarnefnda verður þó frá keppni til áramóta þar sem hún er að jafna sig eftir að hafa slitið krossband. Einnig segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, að Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berglind Þorsteinsdóttir verða frá keppni fram eftir árinu. Elva Arinbjarnar hélt til náms ytra og verður ekki með Kópavogsliðinu á keppnistímabilinu.

HK-liðið hefur innan sinna raða reynslumikla leikmenn eins og frænkurnar Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur og Sigríði Hauksdóttur, Kristínu Guðmundsdóttur, Díönu Kristínu Sigmarsdóttur og Hafdís Shizuka Iura.

Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir eiga eftir að setja mark sitt á Olísdeild kvenna á keppnistímabilinu. Mynd/Stjarnan

Þjálfaraskipti voru hjá Stjörnunni í sumar þegar Sigurjón Friðbjörn Björnsson kom til starfa með Rakel Dögg Bragadóttur og leysti þar með Sebstian Alexandersson. Stjarnan krækti í Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur þegar þær flutti heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Heiðrún Dís Magnúsdóttir, markvörður, kom frá Fram, Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi og Anna Karen Hansdóttir frá Danmörku. Stefanía Theódórsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir eru barnshafandi.

FH-ingar eru nýliðar í deildinni. Jakob Lárusson þjálfari segir leiktímabilið verða lærdómsríkt. Leikmenn ætli ekki að láta hrakspár slá sig út af laginu. Uppbygging standi yfir á liðinu og það muni taka tíma. „Við vitum að veturinn verður erfiður en við ætlum okkur að halda áfram að þróast og taka það besta með okkur úr hverjum leik yfir í þann næsta. Okkur hefur vegnað misjafnlega í æfingaleikjum en höfum átt á tíðum góða kafla sem við höldum áfram að byggja ofan á,“ sagði Jakob í samtali við handbolta.is í vikunni.

Katla María Magnúsdóttir kom til Stjörnunnar frá Selfossi. Mynd/Stjarnan

Helstu félagaskipti í Olísdeild kvenna fyrir keppnistímabilið:

Þóra María Sigurjónsdóttir til HK frá Aftureldingu
Saga Sif Gísladóttir til Vals frá Haukum
Þórey Anna Ásgeirsdóttir til Vals frá Stjörnunni
Hulda Dís Þrastardóttir til Vals frá Selfossi
Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fram frá Haukum
Heiðrún Dís Magnúsdóttir til Stjörnunnar frá Fram
Anna Karen Hansdóttir til Stjörnunnar frá Horsen
Lísa Bergdís Arnarsdóttir til Stjörnunnar frá Kongsvinger
Ástrós Anna Bender til Fram frá Aftureldingu
Katla María Magnúsdóttir til Stjörnunnar frá Selfossi
Hildur Guðjónsdóttir til FH frá Stjörnunni, að láni
Írena Björk Ómarsdóttir til FH frá Stjörnunni
Zandra Jarvin til FH frá Spårvagen í Svíþjóð
Guðrún Jenný Sigurðardóttir til Hauka frá Fjölni
Karen Birna Aradóttir til Hauka frá Fjölni
Ólöf María Stefánsdóttir til ÍBV frá Val
Alexandra Líf Arnarsdóttir til HK frá Haukum
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir til HK frá Stjörnunni
Emma Havin Sardarsdóttir til FH frá Gróttu
Emilie Vagnes Jakobsen til FH frá Noregi
Annika Fridheim Petersen til Hauka frá Færeyjum
Berglind Benediktsdóttir til Hauka frá Fram
Jenný Fjóla Ólafsdóttir til FH frá Danmörku
Hanna Jakobsdottir Dalsgara til Hauka frá Færeyjum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -