- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ég á bara ekki til fleiri orð“

Andri Snær Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KA/Þórs. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég skal viðurkenna það að í upphafi tímabilsins reiknað ég ekki með að við ynnum alla bikarana sem keppt var um en liðið hefur tekið miklum framförum og sýnt mikinn stöðugleika allt keppnistímabilið,“ sagði glaðbeittur þjálfari Íslandsmeistara KA/Þórs, Andri Snær Stefánsson, þegar handbolti.is náði stuttlega af honum tali eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í dag eftir sigur á Val, 25:23, í öðrum úrslitaleik liðanna.

„KA/Þórsliðið hefur verið besta liðið þegar litið er yfir tímabilið og titillinn er svo sannarlega verðskuldað í okkar höndum,“ sagði Andri Snær sem tók við þjálfun liðsins á síðasta sumri og hefur unnið magnað starf með leikmönnum sínum ásamt Sigþóri Árna Heimissyni, aðstoðarþjálfara.

Ekki bara dans á rósum

„Tímabilið hefur ekki verið einn alsherjar dans á rósum. Við höfum lent í ýmsum verkefnum sem tekist hefur að leysa afar vel úr. Stelpurnar eru miklir keppnismenn og hafa verið tilbúnar að leggja á sig sífellt meiri vinnu til að ná árangri. Til viðbótar hefur Rut [Arnfjörð Jónsdóttir] lagt þungt lóð á vogarskálarnar. Hún er stórkostlegur leikmaður, besti handknattleikskona landsins. Allir hafa fylgt henni upp á næsta þrep, hvort heldur í hugafari utan vallar sem innan eða varðandi æfingar og það sem þarf að leggja á sig til þess að ná árangri.


Ég er ótrúlega stoltur af þessu liði. Ég á bara ekki til fleiri orð,“ sagði kennarinn og handknattleiksþjálfarinn og nú Íslandsmeistari, Andri Snær Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KA/Þórs í samtali við handbolta.is í kvöld.

Íslandsmeistarar KA/Þórs 2021. Mynd/Ívar
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -