- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er ánægður með strákana

Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV.
- Auglýsing -

„Ég hefði helst viljað fá fleiri bolta varða,” sagði Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV í samtali við handbolta.is í Kaplakrika í kvöld eftir að ÍBV tapaði fyrir FH, 36:31, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Næsta viðureign liðanna verður í Eyjum á fimmtudaginn en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitin. ÍBV varð Íslandsmeistari fyrir ári.

„Þrátt fyrir tap þá er tilfinningin þannig að mér fannst vörnin vera flott og sóknarleikurinn einnig. Uppleggið gekk upp að flestu leyti. Eftir þessa viðureign þá förum við fullir sjálfstrausts inn í næsta leik, sem fram fer á fimmtudaginn, bara með framhald af þessum leik,“ sagði Magnús.

„Það er nokkrir litlir hlutir sem vantaði upp á sem þarf að stilla. Annars var ég ánægður með strákana,“ sagði Magnús ennfremur en hann var afar jákvæður þrátt fyrir tap í leik þar sem ÍBV-liðið var á eftir í 45 mínútur.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Við erum í góðum rythma. Vorum hreyfanlegir í vörninni. Stundum vantaði að leggja lokahönd á nokkur atriði. Ég hef bara ekkert út á þá að setja,“ sagði Magnús sem er viss um að Eyjamenn svari fyrir sig á heimavelli á fimmtudaginn.

Magnús lauk miklu lofsorði á stuðningsmenn ÍBV sem fjölmenntu í Kaplakrika í dag og stóðu þétt við bakið á sínu liði eins og þeim er von og vísa.

Nánar er rætt við Magnús á myndskeiðinu efst í fréttinni.

Sjá einnig:
FH-ingar voru öflugri í fyrstu orrustunni

Það var sterkt að halda út

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -