- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ég get ekki hætt núna, þetta er svo gaman“

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir og Martha Hermannsdóttir, Íslandsmeistarar með KA/Þór 2021. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Að vinna titilinn með KA/Þór er algjör toppur á mínum ferli og er besti draumur og nokkuð sem ég hélt að myndi aldrei rætast. Þetta er algjörlega geggjað,“ sagði Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þórs við handbolta.is eftir að KA/Þór varð Íslandsmeistari í handknattleik kvenna í dag eftir sigur á Val í annarri viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, 25:23, í Origohöllinni á Hlíðarenda.

„Vissulega er þetta eitthvað sem stefnt hefur verið á í gegnum tíðindina en var alltaf langsótt þótt maður lifði í einhverri von,“ sagði Martha sem er 38 ára og hefur leikið í yfir 20 ár í meistaraflokki. Hún er sú eina í KA/Þórsliðinu sem hefur áður orðið Íslandsmeistari . Martha vann Íslandsmeistaratitilinn með Haukum þegar hún með liðinu á fyrsta áratug aldarinnar með hún var við nám í tannlækningum í Reykjavík.


KA/Þór vann þar með alla bikara sem voru í boði á keppnistímabilinu því einnig varð liðið deildarmeistari í Olísdeildinni og vann Meistarakeppni HSí í byrjun september.

Öskubuskuævintýri

„Þetta er sannkallað öskubuskuævintýri hjá okkur hjá okkur með 12 af fjórtán leikmönnum frá Akureyri og allt ungar stelpur sem sýndu þvílíkar stáltaugar í úrslitakeppninni og ekki síst í dag. Svo verður fullþakkað að vera með Andra Snær og Sigþór sem þjálfara. Þeir eru jákvæðustu menn í heiminum. Þeir studdu alltaf við bakið á okkur þannig að þótt maðurinn klikkaði á skoti þá var maður aldrei skammaður eða þá að öskrað væri á mann. Liðsheildin er svo ótrúlega góð,“ sagði Marta.

Spurð hvort hún ætlaði sér að halda áfram svaraði Martha hiklaust. „Ég get ekki hætt núna, þetta er svo gaman, alveg hreint geggjað,” sagði kjarnakonan og tannlæknirinn, Martha Hermannsdóttir, Íslandsmeistari í handknattleik, í samtali við handbolta.is í kvöld.


Martha var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar.

Martha Hermannsdóttir, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar í Olísdeild kvenna. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -