- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég lifi í voninni

Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

„Ég bíð fyrst og fremst eftir að mega að byrja æfingar á nýjan leik og lifi í voninni um að það verði fljótlega,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans fyrir hádegið í framhaldi af því að FH dróst í morgun gegn Robe Zubří frá Tékkland í 3. umferð Evrópubikarkeppninni.

FH-liðið hefur ekki æft saman síðan í byrjun október en síðasti leikur þess var gegn Selfoss 2. október. Gert er ráð fyrir að fyrri viðureignin við HC Robe Zubří fari fram hér á landi 12. eða 13. desember og síðari leikurinn í Tékklandi viku síðar. Miðað við núverandi sóttvarnareglur liggur fyrir að það geti orðið þrautin þyngri að koma leikjunum á.

Þess utan þá er ljóst að leikmenn tékkneska liðsin verða að koma hingað til lands fimm til sex dögum áður en fyrri leikurinn fer fram, fáist undanþága til leikja. Eins er reynandi að leikmenn HC Robe Zubří geti sótt um vinnusóttkví en slík undanþága hefur verið veitt vegna Evrópuleikja í íþróttum hér á landi.

Ef FH-ingar selja heimaleikjaréttinn þá þarf helst að leika fyrri helgina sem gert er ráð fyrir að keppni í 3. umferð standi yfir. Verði leikið ytra helgina 19. og 20. desember munu leikmenn og þjálfarar FH dúsa í sóttkví yfir jólin.

„Við munum að sjálfsögðu skoða alla möguleika í stöðunni. Sú skoðun verður í höndum stjórnenda handknattleiksdeildar FH. Mitt hlutverk verður að vera með liðið í standi komi til leikjanna,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -