- Auglýsing -
- Auglýsing -

Egyptar mæta Alsírbúum í úrslitaleik í Kaíró

Kátir leikmenn egypska landsliðsins á síðustu Ólympíuleikum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Egyptar og Alsíringar mætast í úrslitaleik Afríkukeppninnar í karlaflokki á laugardaginn eftir að hafa lagt andstæðinga sína í undanúrslitum í dag. Afríkukeppnin fer fram í Kaíró í Egyptalandi. Alsír lagði Grænhöfðaeyjar, 32:26, í undanúrslitum í kvöld en Grænhöfðeyingar voru andstæðingar íslenska landsliðsins í millriðlakeppni HM í Svíþjóð fyrir ári.

Áratugur er liðinn síðan Alsír lék síðast til úrslita í Afríkukeppninni.

Egyptar unnu sína helstu andstæðinga í Afríkukeppninni á síðari árum, Túnisbúa, 30:25, í hinni viðureign undanúrslitanna í dag. Þetta er annað Afríkumótið í röð og í fyrsta sinni í rúma þrjá áratugi sem Túnisbúar verða af sæti í úrslitaleik keppninni tvisvar í röð en þeir hafa lengi verið með annað besta landslið Afríku í karlaflokki.

Margra augu hafa beinst að Afríkukeppninni síðustu daga vegna þess að ef Egyptaland vinnur keppnina tekur þjóðin sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar eins og fleiri álfumeistarar. Þar með losnar um sæti í forkeppni leikanna, sæti sem Egyptaland vann sér inn á HM í fyrra. Þetta sæti horfði íslenska landsliðið m.a. til áður en flautað var til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi fyrr í þessu mánuði.

Spekingar telja að Alsírbúar munu ekki eiga erindi sem erfiði gegn Egyptum í úrslitaleiknum á laugardaginn. Egyptar hafa ekki verið nærri því að tapa leik á mótinu til þessa.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -