- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF styttir biðtímann – óvíst samt hvort eitthvað breytist

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að stytta þann tíma sem líður frá smiti og þangað til leikmenn og starfsmenn liðanna mega taka þátt í Evrópumeistaramótinu úr 14 dögum niður í fimm. Skilyrði er þó að viðkomandi greinist neikvæður í tveimur PCR prófum, bæði á fimmta og sjötta degi. Undir hælinn er þó lagt hvort smitaðir mælist neikvæðir svo skömmu eftir smit.

Sem kunnugt er geta þeir sem fá covid reynst jákvæðir við skimun í nokkrar vikur eftir að hafa greinst smitaðir. Hefur þetta m.a. verið nefnt gamalt smit hér á landi. Af þessum sökum er ekki víst að nýju reglurnar sem greint var frá í dag breyti miklu fyrir marga þegar á hólminn verður komið. Hvað gerist ef menn verða áfram jákvæðir er ekki svarað í tilkynningu EHF í dag.


Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við handbolta.is að hann hafi sent fyrirspurn til EHF hversu langur tími þarf að liða frá því að smit greinist og þar til menn verða gjaldgengir reynist þeir áfram mælast jákvæðir við PCR próf. Svar hefur ekki borist þegar þetta er ritað.

Hægt að fá menn utan 35 manna listans

Til viðbótar tilkynnti EHF í dag að landslið geti í undantekningartilfellum sótt um til EHF að fá að velja leikmenn utan 35 manna listans við sérstakar aðstæður. Færa verði rök fyrir af hverju ekki er hægt að nýta leikmenn af 35 manna listanum sem skilað var inn til EHF rúmum mánuði fyrir mótið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -