- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Baldvin íþróttakarl Gróttu – Andri þjálfari ársins

Einar Baldvin Baldvinsson ásamt Svölu Sigurðardóttur stjórnarkonu hjá Gróttu. Til hægri á myndinni er Þröstur Þór Guðmundsson formaður aðalstjórnar Gróttu sem stýrði samkomunni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson var kjörinn íþróttakarl Gróttu fyrir árið 2023 og hlaut hann viðurkenningu sína í hófi sem félagið hélt á dögunum þar sem íþróttafólk félagsins, þjálfarar, stjórnarmenn og sjálfboðaliðar voru heiðraðir. Freyja Hannesdóttir, fimleikakona, er íþróttakona Gróttu 2023.

Ída Margrét Stefánsdóttir var tilnefnd frá handknattleiksdeild Gróttu.

Andri Sigfússon handknattleiksþjálfari var valinn þjálfari ársins hjá Gróttu og var heiðraður í tilefni þess.

Andri tekur við viðurkenningu úr hendi Svölu Sigurðardóttur stjórnarkonu hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Eyjólfur Garðarsson hinn ötuli ljósmyndari var einn þriggja sjálfboðaliða ársins en vart hefur farið fram handboltaleikur í Hertzhöllinni á undanförnum árum án þess Eyjólfur mæti og skrái söguna. Þess má einnig geta að Eyjólfur er einn af vildarvinum handbolti.is og hefur vefsíðan notið mynda hans frá upphafi.

„Einar Baldvin Baldvinsson er fæddur árið 1997 og hefur leikið undanfarin þrjú tímabil með Gróttu í Olísdeildinni. Einar Baldvin er uppalinn í Fossvoginum hjá Víkingum og kom til Gróttu árið 2021 til að sýna sig og sanna. Einar Baldvin er markvörður þar sem hann fer mikinn.

Allt frá því að Einar Baldvin kom í Gróttu hefur hann verið meðal bestu markvarða landsins. Á seinasta tímabili var hann þrisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar af tölfræðisíðunni HBstatz. Gróttuliðið endaði í 9.sæti efstu deildar og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Það er ekki síst Einari Baldvin að þakka en hann var með 30,5% markvörslu að meðaltali allan veturinn.

Á lokahófi Gróttu í vor var Einar Baldvin valinn mikilvægasti leikmaður Gróttu enda stóð hann heldur betur undir þeim titli.
Einar Baldvin Baldvinsson er alltaf reiðubúinn að æfa aukalega og er ávallt sýnilegur íþróttahúsinu þegar liðið á að vera í fríi.

Einar leggur sig ávallt allan í öll verkefni, tekur leiðsögn vel og getur náð enn lengra á næstu árum. Einar Baldvin er mikill félagsmaður, hann er markmannsþjálfari hjá félaginu og alltaf tilbúinn að aðstoða ef þess er þörf,“ segir m.a. í rökstuðningi fyrir valinu Einari Baldvin sem íþróttakarli Gróttu 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -