- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Bragi verður leikmaður FH

Einar Bragi Aðalsteinsson t.h. ásamt Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH

Einar Bragi Aðalsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og gengur til liðs við félagið í sumar og kveður þar með með uppeldisfélag sitt, HK. Einar Bragi er 20 ára gamall og leikur í stöðu vinstri skyttu. Hann á sæti í 20 ára landsliði Íslands sem er þessa dagana að búa sig undir þátttöku á EM í sumar.


Tilkynningin um félagaskipti Einars Braga kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nokkuð er síðan að Vísir greindi frá því að Einar Bragi hafi ákveðið að söðla um og færa sig yfir í Kaplakrika.


„Það er virkilega ánægjulegt að Einar Bragi hafi valið FH sem næsta skref á sínum ferli. Hann passar fullkomlega inn í okkar félag,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar í tilkynningu frá deildinni.


„Einar Bragi er gríðarlega metnaðarfullur og ætlar sér langt. Ungt fólk á sér yfirleitt drauma og markmið. Við FH-ingar ætlum að hjálpa honum að ná sínum markmiðum og við hlökkum mikið til að fá hann í Kaplakrika,“ er ennfremur haft eftir Ásgeiri í fyrrgreindri tilkynningu.


Einar Bragi er markahæsti leikmaður HK í Olísdeildini með 72 mörk. Hann hefur skorað einu mark meira en Hjörtur Ingi Halldórsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -