- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn öflugasti leikmaður Færeyinga fór meiddur af leikvelli – styttist í EM

Óli Míttún er einstaklega efnilegur og snjall handknattleiksmaður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Færeyski handknattleiksmaðurinn efnilegi, Óli Mittún, meiddist á hægri fæti í upphafi leiks Sävehof og Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óttast er að meiðslin kunni að vera alvarleg og að þau muni geta sett strik í reikninginn varðandi þátttöku Óla með færeyska landsliðinu á Evrópumótinu í næsta mánuði.


Óli var leiddur af leikvelli og kom ekkert meira við sögu í leiknum sem Sävehof vann örugglega, 37:31. Bíða menn með öndina í hálsinum eftir að frétta hvað kemur út úr skoðun lækna.

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára er Óli einn öflugasti leikmaður færeyska landsliðsins. Það væri kjaftshögg fyrir hann og færeyska landsliðið ef meiðslin verða þess valdandi að ekkert verði úr þátttöku hans á Evrópumótinu.

Færeyska landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu í fyrsta sinn í næsta mánuði og verður í riðli með Noregi, Slóveníu og Póllandi. Gríðarlegur áhugi er á meðal Færeyinga fyrir mótinu og verða þeir síst færri en Íslendingar sem fylgja landsliðinu eftir til Berlínar. Reiknað er með að ekki færri en 4.000 Færeyingar verði á meðal áhorfenda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -