- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einstefna í síðari hálfleik hjá Haukum – öruggt hjá Val á Varmá

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, leggur á ráðin með leikmönnum sínumí KA-heimilinu á síðustu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Með góðum leik í síðari hálfleik gegn HK tryggðu Haukar sér öruggan sigur, 21:15, í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. HK var marki yfir í hálfleik, 9:8.


Fyrri hálfleikur var illa leikinn af báðum liðum. Hver mistökin ráku önnur og var engu líkara en leikmenn væru yfir spenntir. HK var með frumkvæðið en tókst aldrei að ná afgerandi forskoti.


Leikmenn Hauka komu eins og grenjandi ljón út í síðari hálfleik. Varnarleikurinn batnaði til muna og sóknarleikurinn var öruggari og mistökunum fækkaði. HK-liðinu féll hinsvegar allur ketill í eld. Halldór Harri Kristjánsson þjálfari HK tók tvö leikhlé með skömmu millibili upp úr miðjum hálfleiknum og freistaði þess að hressa upp mannskapinn. Allt kom fyrir ekki. Engu máli skipti þótt Hauka gæfu nokkuð eftir síðustu mínúturnar. Það hjálpaði ekkert upp á sakirnar hjá HK.


Mörk Hauka: Birta Lind Jóhannsdóttir 7, Ásta Björt Júlíusdóttir 6/3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Sara Odden 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 12.

Mörk HK: Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3, Karen Kristinsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 11.

Leiðir skildu í síðari hálfleik

Valur vann öruggan sigur á nýliðum Aftureldingar, 31:20, í Olísdeild kvenna í handknattleik á Varmá í dag. Valsliðið var með þriggja marka forskot í hálfleik, 15:12. Vörn Valsara lokaði flestum leiðum fyrir Aftureldingarliðinu í síðari hálfleik og leiðir skildu þá verulega.


Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 7, Susan Barinas 6, Ólöf Marín Hlynsdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Katrín Helga Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 6, 18,8%.

Mörk Vals: Auður Ester Gestsdóttir 7, Hildigunnur Einarsdóttir 6, Lovísa Thompson 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10, 38,5%.

Alla tölfræði úr leikjum Olísdeildanna er finna hjá HBStatz.

Fylgst var með leiknum í Schenkerhöllinni í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -