- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eistlendingar fara með þrjú mörk í nesti til Alytus

Dener Jaanimaa, sem hér er með boltann, skoraði 11 mörk fyrir Eistlendinga í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eistlendingar unnu Úkraínumenn, 32:29, í fyrri viðureign þjóðanna í forkeppni fyrir umspil HM í handknattleik karla í Kalevi Spordihall í Tallin í kvöld. Lið þjóðanna mætast öðru sinni í Alytus í Litáen á sunnudaginn. Verður það heimaleikur Litáa. Samanlagður sigurvegari mætir íslenska landsliðinu í umspili um HM sæti í fyrri hluta maí.


Eistlendingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik eftir að Úkraínumenn voru með frumkvæðið framan af. Heimamenn voru öflugri í síðari hálfleik og náðu mest fimm marka forskoti.

KA-maðurinn Ott Varik lék með eistneska landsliðinu í leiknum og skoraði fimm mörk.

Mörk Eistlands: Dener Jaanimaa 11, Karl Toom 6, Markus Viitkar 5, Ott Varik 5, Mathias Rebane 3, Aleksander Pertelseon 1, Hendrik Varul 1.
Varin skot: Rasmus Ots 12, 34,3%, Armis Priskus 0.
Mörk Úkraínu: Ihor Turchenko 13, Bogdan Cherkashchenko 6, Oleksandr Siryk 3, Yaroslav Kotiuk 2, Dmytro Redkyn 2, Mykyta Litvinenko 1, Danylo Savchuk 1, Oleksandr Onufriienko 1.
Varin skot: Nazzar Chudinov 8, 21,6% – Bogdan Panchenko 2, 40%.

Ítalir unnu Belga, 29:25, í Hasselt í Belgíu í kvöld í fyrr viðureign þjóðanna í forkeppni umspilsins. Síðari viðureignin fer fram í Chieti á Ítalíu á sunnudaginn. Sigurliðið mætir Svartfellingum í umspili um HM sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -