- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitt mark skilur að Ómar Inga og Schiller fyrir lokaumferðina

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það stefnir í æsilega spennu um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar lokaumferð deildarinnar fer fram á sunnudaginn. Aðeins munar einu marki á Marcel Schiller leikmanni Göppingen og Ómari Inga Magnússyni eftir að báðir léku með liðum sínum í næst síðustu umferðinni í kvöld.


Schiller hefur skoraði 263 mörk eftir að hafa sett 14 mörk í kvöld þegar Göppingen vann botnliðið Coburg, 37:29, á heimavelli. Ómar Ingi er marki á eftir en hann skoraði átta mörk fyrir Magdeburg í jafntefli, 27:27, við Wetzlar á heimavelli.


Gunnar Steinn Jónsson skoraði einu sinni fyrir Göppingenliðið.
Bjarki Már Elísson og félagar í bikarmeistaraliði Lemgo áttu sér aldrei viðreisnarvon gegn meisturum Kiel, 33:23. Greinilegt var að leikmenn Kiel ætluðu ekki að brenna sig á sama soðinu tvisvar en þeir töpuðu fyrir Lemgo á dögunum í undanúrslitum bikarkeppninnar.


Kiel var með yfirburði í leiknum og skoraði 20 mörk gegn níu í fyrri hálfleik.
Bjarki Már átti fínan leik þrátt fyrir tapið. Hann var markahæsti leikmaður vallarins með sjö mörk, þar af fjögur úr vítaköstum og geigaði aðeins á einu skoti. Sander Sagosen og Harald Reinkind skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kiel.


Bjarki Már er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 239 mörk.
Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu Tusem Essen með tíu marka mun, 33:23, á útivelli. Ýmir Örn skoraði ekki mark en var allt í öllu í vörninni að vanda.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -