- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitt mark skilur að Weber og Viggó

Viggó Kristjánsson í leik með Stuttgart á síðasta tímabili. Mynd/TVB Stuttgart
- Auglýsing -

Keppnin er sem fyrr hörð á toppi lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla. Aðeins eitt mark skilur að Austurríkismanninn, Robert Weber hjá Nordhorn, og Viggó Kristjánsson, leikmann Stuttgart. Þeim síðarnefnda hefur skotið upp á stjörnuhiminn þýsku deildarinnar á leiktíðinni.

Bjarki Már Elísson, Lemgo, markakóngur síðasta tímabils, heldur sig nærri toppnum og situr í fjórða sæti. Þá færist Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, ofar með hverri vikunni sem líður. Flest lið deildarinnar hafa lokið 10 til 11 leikjum en alls er ráðgert að leiknar verði 38 umferðir í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá liðlega 20 markahæstu. Heildarmörk/vítaköst.

Robert Weber, Nordhorn 84/30
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 83/31
Marcel Schiller, Göppingen 76/42
Bjarki Már Elísson, Lemgo 70/20
Niclas Ekberg, THW Kiel 62/26
Stefan Cavor, Wetlzar 56/0
Uwe Gensheimer, RN-Löwen 55/27
Noah Beyer, Essen 54/26
Vladan Lipovina, Balingen 53/0
Julius Kühn, Melsungen 51/0
SIme Ivic, Erlangen 51/19
Ómar Ingi Magnússon, Magdeb. 50/31
Adam Lönn, Stuttgart 49/0
Maximilian Holst, Wetzlar 48/31
Harald Reinkind, THW Kiel 48/0
Andy Schmid, RN-Löwen 47/7
Sebastian Heymann, Göpp. 47/0
Philipp Weber, Leipzig 46/5
Fabian Gutbrod, Bergischer 45/0
Jim Gottfridsson, Flensburg 45/4
Nemanja Zelenovic, Göpp. 45/0

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -