- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekberg tryggði annað stigið í Póllandi – Nielsen lokaði markinu

Emil Nielsen og félagar í Barcelona þakka fyrir leikinn í Sydbank Arena Kolding í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svíinn Niclas Ekberg tryggði THW Kiel annað stigið í heimsókn til pólska meistaraliðsins Industria Kielce í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í gærkvöld, 36:36. Kiel var með yfirhöndina í leiknum lengst af en Kielce-menn áttu góðan endasprett og voru óheppnir að vinna ekki eins og síðustu mínúturnar þróuðust.

Haukur skoraði ekki

Liðin er í tveimur efstu sætum riðilsins. Kiel hefur 16 stig en pólska meistaraliðið er þremur stigum á eftir.

Haukur Þrastarson, leikmaður Industria Kielce, kom lítið við sögu í viðureigninni. Alex Dujshebaev og Nicolas Tournat skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kielce. Svíarnir Ekberg og Eric Johansson skoruðu einnig sjö mörk hvor fyrir THW Kiel.

Leikmenn franska meistaraliðsins PSG kátir eftir sigur í Bitola. Mynd/EPA

Öruggt hjá PSG

Í sama riðli vann franska liðið PSG öruggan sigur ár Euorfarm Pelister, 31:25, í Boro Curlevski keppnishöllinni í Bitola í Norður Makedóníu í gærkvöld. Dejan Manaskov var einn fimm leikmanna Pelister sem skoraði þrjú mörk. Kamil Syprzak skoraði sjö mörk fyrir PSG og Spánverjinn Ferran Solé var næstur með fimm mörk.

Markvörðurinn frábæri Emil Nielsen. Mynd/EPA

Nielsen var í stuði

Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen fór illa með landa sína í meistaraliðinu GOG þegar Barcelona kom í heimsókn í Sydbank Arena Kolding þar sem GOG lék að þessu sinni. Nielsen varði 20 skot, 46,5%, og átti stærstan þátt í að Bacelona vann með sjö marka mun, 30:23.

Emil Madsen skoraði sex mörk fyrir GOG. Melvyn Richardson skoraði einnig sex mörk fyrir Barcelona.

Montpellier lagði Celje, 32:21, einnig í B-riðli. Valentine Porte skoraði sex mörk fyrir Montpellier. Mitja Janc skoraði fjórum sinnum fyrir Celje og var markahæstur.

Fjórir síðustu leikir 11. umferðar fara fram í kvöld:
Kl. 17.45: Aalborg – RK Zagreb.
Kl. 17.45: Pick Szeged – Kolstad.
Kl. 19.45: Porto – Telekom Veszprém.
Kl. 19.45: SC Magdeburg – Wisla Plock.

Hægt er að fylgjast með leikjunum í opinni dagskrá hér á landi hjá EHFtv.com.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -