- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert bann en hegðun starfsmanns skoðuð nánar

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Fjögur erindi voru tekin fyrir á fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í gær. Þrjú vegna útilokana leikmanna frá kappleikjum á síðustu dögum í Olísdeild karla og Grill 66-deild karla. Öll voru málin metin þannig að ekki þótti þörf á að úrskurða menn í leikbann. Fjórða erindið verður skoðað nánar en það varðar heðgun starfsmanns ÍBV eftir viðureign ÍBV og KA í Olísdeild á mánudaginn og lesa má um hér að neðan.

Úrskurður aganefndar 16. febrúar 2020. Eftirtalin mál lágu fyrir og tekin til úrskurðar:

  • Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding og Stjarnan í Olís deild karla þann 11.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Egidijus Mikalonis leikmaður Víkings hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Víkings og Harðar í Grill66 deild karla þann 13.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Aðalsteinn Ernir Bergþórsson leikmaður Þórs hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Þórs og Gróttu í Olís deild karla þann 14.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Skýrsla barst frá dómurum eftir leik ÍBV – KA í Olís deild karla þann 15.02.2021 vegna hegðunar starfsmanns ÍBV eftir leik. Aganefnd telur að af lýsingum að dæma kunni að vera um að ræða atvik er heyri undir 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Með vísan til 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar mun aganefnd leita umsagnar ÍBV áður en úrskurðað verður í málinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -