- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert í hendi ennþá

Aron Kristjánsson, stýrði Haukum í síðasta sinn í Vestmannaeyjum í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggum okkur undir,“ sagði Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka í kvöld eftir fimm marka sigur, 28:23, á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í TM-höllinni í kvöld.


„Stjörnumenn eiga mörg vopn í sínu búri og þess vegna liggur mikil vinna í að búa sig undir og síðan leika við þá. En við getum verið nokkuð sáttir við hvernig við mættum þeim og með niðurstöðuna úr þessum leik,“ sagði Geir ennfremur en hann skoraði fjögur mörk í leiknum.

„Við náðum mjög góðum kafla í seinni helmingi fyrri hálfleiks. Þá náðum við að loka vörninni betur en fyrr í leiknum. Þegar við bættist að Björgvin Páll lokaði rammanum þá var erfitt við okkur að eiga,“ sagði Geir um kaflann í síðari hluta fyrri hálfleiks þegar staðan breyttist úr 6:6 í 15:8, á innan við 20 mínútum. „Þessi kafli lagði grunninn að sigrinum að mínu mati.“


Geir sagði að það væri alltof snemmt að fagna þótt fimm marka sigur hafi verið niðurstaðan í kvöld. „Fyrri hálfleikur er að baki. Næst er að búa sig undir síðari leikinn. Vinna í okkar málum og mæta þeim af fullum þunga á föstudaginn á heimavelli,“ sagði Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, í samtali við handbolta.is í TM-höllinni í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -