- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert pláss fyrir hinn íslenskættaða

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert pláss er fyrir hinn íslenskættaða Hans Lindberg í danska landsliðshópnum sem Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur valið til þess að taka þátt í tveimur leikjum í undankeppni EM2022 sem fram fara í byrjun nóvember. Jacobsen hefur kallað saman hóp með 20 leikmönnum. Einnig vekur athygli að Niclas Kirkeløkke, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi er ekki í náðinni hjá landsliðsþjálfaranum að þessu sinni.

Í stað Lindberg valdi Jacobsen Johan Hansen hornamann sem leikur með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi.

Einn nýliði er í hópnum, Mathias Gidsel, samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar markvarðar, hjá GOG á Fjóni.

Markverðir:
Niklas Landin, THW Kiel
Jannick Green, SC Magdeburg
Emil Nielsen, HBC Nantes

Hornamenn:
Magnus Landin, THW Kiel
Johan Hansen, TSV Hannover-Burgdorf
Lasse Svan, SG Flensburg-Handewitt
Casper U. Mortensen, FC Barcelona

Línumenn:
Henrik Toft Hansen, Paris Saint-Germain Handball
Anders Zachariassen, GOG
Simon Hald, SG Flensburg-Handewitt

Skyttur og miðjumenn:

Rasmus Lauge, Veszprém KC
Mikkel Hansen, Paris Saint-Germain Handball
Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
Mads Mensah, SG Flensburg-Handewitt
Nikolaj Øris, Bjerringbro-Silkeborg Håndbold
Michael Damgaard, SC Magdeburg
Mathias Gidsel, GOG
Jacob Holm, Füchse Berlin
Lasse Andersson, Füchse Berlin
Nikolaj Markussen, Veszprém KC

Danir eru í riðli með Norður-Makedóníu, Sviss og Finnlandi í undankeppni EM 2020. Þeir mæta landsliði Sviss í Árósum 4. nóvember og Finnum í Vantaa í Finnlandi þremur dögum síðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -