- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert slegið af í Grill-deildunum

Daði Laxdal Gautason t.h. ásamt samherjum sínum við upphafi keppnistímabilsins síðasta haust. Mynd/Tinna
- Auglýsing -

Keppni í Grill 66-deildum karla og kvenna er komin á fullt skrið. Önnur umferð í karladeildinni hófst í gærkvöld með viðureign Vængja Júpíters og Vals U í Dalhúsum. Í kvöld verður haldið áfram með tveimur leikjum í hvorri deild.

Í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi verður mikið um að vera enda og tveir leikir á dagskrá. Klukkan 18.30 mætast Grótta og Afturelding í Grill 66-deild kvenna og tveimur stundum síðar leiða Kría og Hörður saman hesta sína í Grill 66-deild karla.

Hlekkur á útsendingu frá leik Kríu.

Grótta tapaði naumlega fyrir Fram U í fyrstu umferð um síðustu helgi en viðureignin í kvöld verður sú fyrsta á tímabilinu hjá nýliðum Aftureldingar. Níu lið eru í Grill 66-deild kvenna og af þeim sökum situr eitt þeirra yfir í hverri umferð. Það kom í hlut Aftureldingarkvenna að sitja hjá í fyrstu umferð.

Kría byrjaði leiktíðina af krafti fyrir viku og vann U-lið Fram á sama tíma og Harðarmenn töpuðu fyrir Vængjum Júpíters í hörkuleik á Ísafirði. Lið Kríu og Harðar eru nýliðar í deildinni.

Víkingar, sem fengu liðsstyrk í vikunni þegar Egidijus Mikalonis kom til liðsins frá ÍR, taka á móti Haukum í Víkinni klukkan 18.15. Víkingar unnu baráttusigur á U-liði Vals í fyrstu umferð í Origohöllinni, 32:30. Haukar máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir Fjölni í fyrstu umferð, 31:26 í Schenkerhöllinni.

Eftir að karlaleiknum lýkur í Víkinni verður flautað til viðureignar Víkings og ÍR í Grill 66-deild kvenna klukkan 20.15. Víkingur tapaði fyrir sterku liðu Vals U í fyrstu umferð, 30:23, og ÍR beið naumlega lægri hlut fyrir Fjölni- Fylki, 23:22.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -