- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert verður af heimsókn til Ísrael

Kvennalandsliðið leikur báða leikina við ísraelska landsliðið í forkeppni HM á heimavelli í nóvember. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Samkomulag hefur náðst á milli handknattleikssambanda Íslands og Ísraels um að báðar viðureignir landsliða þjóðanna í forkeppni á heimsmeistaramóti kvenna fari fram hér á landi í nóvember. Til stóð að leikið yrði heima og að heiman eins og vani er fyrir.


Handknattleikssamband Evrópu hefur ennfremur lagt blessun sína yfir að þessi háttur verði hafður á.


Leikirnir verða háðir á Ásvöllum í Hafnarfirði laugardaginn 5. nóvember og sunnudaginn 6. nóvember. Til stendur að flauta til leiks klukkan 16 báða daga. Leikirnir verða kynntir betur þegar nær dregur.


Átján landslið taka þátt í forkeppnisleikjunum í nóvember og fara níu þeirra áfram í umspilsleiki sem að öllum líkindum verða háðir snemma á næsta ári þar sem 20 lið kljást um 10 farseðla á HM sem haldið verður Danmörku, Noregi og Svíþjóð i desember 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -