- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki dagur Íslendinga í danska bikarnum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia Håndboldklub, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson tók við þjálfun hjá í sumar, féll úr leik í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Fredericia tapaði fyrir 1. deildarliðinu Skive fH, 30:29, í Skivehallen á Jótlandi.


Skive-menn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12. Leikmenn Fredericia jöfnuðu metin í síðari hálfleik en tókst aldrei að brjóta leikmenn 1. deildarliðsins á bak aftur. Undir lokin skoraði Fredericia tvö mörk í röð og jafnaði, 29:29, áður en heimamenn skoruðu sigurmarkið.


Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki fyrir Fredericia að þessu sinni enda lék hann ekkert með í sókninni vegna eymsla í öxl. Einar Þorsteinn tók hinsvegar þátt í varnarleiknum eins og kostur var á.



Holstebro, liðið sem Halldór Jóhann Sigfússon kom til starfa hjá sem aðstoðarþjálfari í síðasta mánuði, féll einnig úr bikarkeppninni í kvöld. Holstebro tapaði á heimavelli, 27:24, eftir að hafa verið síðast yfir í leiknum þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, 21:20.


Skjern, Aalborg, GOG, Bjerringbro/Silkeborg, Skanderborg-Aarhus, Ribe-Esbjerg, Skive, Mors-Thy verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -