- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki er slegið slöku við í Breiðholti

Kristinn Björgúlfsson, hefur ákveðið að láta gott heita við þjálfun karlaliðs ÍR. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

Leikmenn karlaliðs ÍR í handknattleik eru ekki aðeins á fullu þessa daga við að selja dagatöl, eins og kom fram á handbolti.is í gær, heldur eru þeir eftir fremsta megni að æfa hver í sínu lagi. Slíkt er hægara sagt en gert eins og tíðarfarið er um þessar mundir vegna þess að hvergi er mögulegt að æfa innandyra.
Handbolti.is tók púlsinn á hinum vaska þjálfara karlaliðs ÍR, Kristni Björgúlfssyni, sem hefur að vanda í mörg horn að líta.

„Leikmennirnir eru eins og aðrir bara úti að djöflast. Þeir hafa sumir hverjir verið mjög duglegir að æfa þrátt fyrir allt,“ segir Kristinn sem viðurkennir að ekki gangi allt að óskum. Misvel gengur að halda mönnum við efnið vikum og mánuðum saman í þessu ástandi.

Hefur þurft að sparka í rassa


„Ég hef þurft að sparka í rassinn á nokkrum sem hafa ekki staðið sig. Orðið að benda mönnum á að ef þeir koma ekki í standi þegar við förum inn í hús þá verður ekki mikil tími fyrir þá þegar að leikjum kemur,“ segir Kristin ákveðinn.

Félagsaðstöðu gjörbylt

Síðustu mánuðir hafa ekki aðeins verið notaðir til æfinga. Félagsaðstaða ÍR-inga í Undirheimum í íþróttahúsinu í Austurbergi hefur verið gjörbreytt. „Við hlökkum mikið til að geta boðið fólki að koma í heimsókn, jafnt okkar tryggu áhorfendum sem öðrum gestum.“

Penninn hefur verið á lofti

Tíminn hefur einnig verið nýttur til að ganga frá nýjum samningum við leikmenn að sögn Kristins. Framlengdir eða endurnýjaðir hafa verið samningar við sjö leikmenn, margra af þeim efnilegustu sem félagið hefur.
„Aron Orri Vilhjálmsson, Bergþór Róbertsson, Sveinn Brynjar Agnarsson, Halldór Ingi Hlöðversson, Ólafur Malmquist, Viktor Sigurðsson og Viktor Bjarki Ómarsson hafa allir skrifað undir samning við ÍR til ársins 2023 auk þess sem Bjarki Steinn Þórisson hefur endurnýjað samning sinn við félagið til 2022,“ segir Kristin og bætir við að samningagerð sé hvergi nærri lokið. Penninn verður áfram á lofti.

Uppbygging á heimamönnum

„Við viljum byggja liðið upp á ÍR-ingum í bland við aðra leikmenn. Í dag eru 18 af 23 leikmönnum uppaldir í félaginu. Það er okkur mikilvægt að byggja upp á okkar leikmönnum, og að okkar ungu leikmenn, sem eru núna í þriðja og fjórða flokki átti sig á þeirri staðreynd að ef þeir leggja sig fram þá fá þeir tækifæri í meistaraflokki.

ÍR hefur alltaf alið upp flotta leikmenn og það verður engin breyting þar á á næstu árum. Boltinn er því líka hjá þessum ungu strákum að vilja leggja á sig og forgangsraða rétt. Allt of margir ungir leikmenn í dag halda að þeir þurfa ekki að sýna neitt, eða leggja á sig. Margir hverjir vilja fara beint í byrjunarlið annars ætla þeir sér að fara annað,“ segir hinn atorkusami þjálfari ÍR, Kristin Björgúlfsson, í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -