- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki kemur til greina að hengja haus

Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við reyndum margt í vörninni en þeir höfðu lausnir við öllu. Engu að síður hefðum við mátt vera ákveðnari, sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að Frakkarnir leika handbolta 101 alveg villulaust og með frábæra leikmenn í öllum stöðum,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir sjö marka tap fyrir franska landsliðinu í annarri umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í dag, 39:32.


Aron sagði sóknarleikinn hafa verið góðan nær allan leikinn. „Við fengum fleiri mörk eftir hraðaupphlaup en í fyrri leikjum á mótinu. Sóknarleikurinn gekk vel enda sést það best á að við skoruðum 32 mörk sem telst gott, ekki síst á móti Frökkum.“

Getum ennþá reddað mótinu

Tveir leikir eru eftir af mótinu og íslenska liðið á ennþá möguleika á að ná í annað af tveimur sætum í forkeppni Ólympíuleikanna, alltént þegar þetta er skrifað. Aron sagði að þrátt fyrir allt hefði íslenska liðið ennþá að miklu að keppa.

„Við getum ennþá reddað mótinu. Leikirnir hafa farið batnandi hjá okkur. Þess vegna kemur ekki til greina að hengja haus. Við höfum bara ekki tíma til þess. Því miður verðum við treysta á aðra en ef allt fer eftir bókinni þá er möguleiki á forkeppnissætinu. Því mun okkur takast að ná,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins ákveðinn eftir leikinn í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -