- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki kvöld Íslendinganna

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Þetta var ekki kvöld Íslendinga í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Íslendingatríóið hjá Gummersbach mátti bíta í það súra epli að tapa í fyrsta sinn í deildinni á leiktíðinni. Sömu sögu er að segja um íslensku tvímenningana í EHV Aue og liðsfélaga þeirra.

Anton Rúnarsson og samherjar í TV Emsdetten unnu sinn leik, 32:28, gegn Eintracht Hagen en Anton virtist ekki hafa verið aðsópsmikill að þessu sinni. Bæði markskot hans misstu marks en ein stoðsending rataði í réttar hendur.


Ellliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk í jafn mörgum tilraunum þegar Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tapaði fyrir HC Empor Rostock með eins marks mun í Rostock, 34:33. Hákon Daði Styrmisson hafði sig lítt í frammi. Hann skoraði einu sinni í tveimur tilraunum. Til viðbótar var honum vísað af leikvelli í tvær mínútur.


Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk í níu skotum þegar EHV Aue tapaði á heimavelli fyrir DJK Rimpar Wölfe, 34:30. Arnar Birkir átti þrjár stoðsendingar í leiknum. Sveinbjörn Pétursson náði sér ekki á strik í marki Aue á þeim tæpu 20 mínútum sem hann fékk að spreyta sig.


Úrslit kvöldsins og staðan:
EHV Aue – DJK Rimpar Wölfe 30:34
Empor Rostock – Gummersbach 34:33
ASV Hamm-Westfalen – Elbflorenz 28:28
Essen – Ferndorf 30:23
Dormagen – Dessau 23:27
Emsdetten – Hagen 32:28
Nordhorn – Bietigheim 25:24
Hüttenberg – Eisenach 30:28
Grosswallstadt – Lübeck-Schwartau – frestað vegna covid smita hjá Grosswallstadt.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -